Viltu vernda uppfinninguna þína?

Tæknileg einkaleyfi (Patents)

  • Að setja saman umsókn um einkaleyfi er flókið og krefst mikillar þekkingar á viðkomandi tæknisviði og ekki síst á kröfum sem gerðar eru til forms og framsetningar umsókna. Þarna kemur reynsla mín og þekking að góðum notum. Með langa starfsreynslu hjá Einkaleyfastofu sem sviðsstjóri einkaleyfasviðs, hef ég þá kunnáttu sem þarf til þess að skila inn óaðfinnanlegri umsókn. Slíkt hraðar mjög umsóknarferlinu og auðveldar ákvarðanatökur.

  • Nauðsynlegt er að þekkja vel til ferlisins, tímamarka og annarra krafna sem þarf að uppfylla. Að öðrum kosti eiga umsækjendur það á hættu að tapa réttindum. Þarna nýtist áratuga þekking mín og reynsla sem einkaleyfasérfræðingur.

  • Einkaleyfisumsóknum fylgir sú kvöð að þær þurfa að vera aðgengilegar á tveimur tungumálum, oftast íslensku og ensku. Ég hef yfirgripsmikla reynslu af að þýða tæknitexta einkaleyfa og tek að mér styttir og lengri þýðingaverkefni.

Hafa samband