Gæðastjórnun í hnotskurn

Gæðastjórnun er borin upp af sex grunnstoðum sem þurfa styrka undirstöðu í menningu fyrirtækisins.

Nánar um súlurnar

  • Stefna: Skilgreinum stefnuna og markmiðin sem unnið er eftir út frá væntingum hagsmunaaðila

  • Mælingar: Setjum upp gagnlegar mælingar til þess að sjá hvernig okkur miðar

  • Ferli: Skilgreinum öll meginferlin og skráum niður, ásamt verklagsreglum og vinnulýsingum, eins nákvæmlega og starfsemin krefur

  • Ábendingar: Hlustum á starfsfólkið sem er að vinna störfin, gerum þeim kleift að segja sína meiningu

  • Innri úttektir: Endurskoðum ferlin, komum auga á tækifæri til umbóta

  • Umbætur: Höldum utan um umbótaverkefnin sem t.d. innri úttektir skila

Gæðastjórnun - tæki til breytinga

  • Með yfirgripsmikla reynslu af innleiðingu og vottun ISO 9001:2015 er leiðarljós mitt að gera þetta einfalt og umfram allt - auðskiljanlegt starfsfólki. Hafa þarf í huga að gæðastjórnun er leið til þess að koma á breytingum og bæta starfsemina. Mín nálgun er sú að samtvinna breytingastjórnun, verkefnastjórnun og gæðastjórnun í átt að raunverulegum umbótum sem gagnast öllum hagsmunaaðilum, ekki síst starfsfólki.

  • Ef fyrirtæki er að nýta Sharepoint er engin ástæða til þess að kaupa dýrt kerfi til þess að byggja upp gæðahandbók - það má einfaldlega gera í Sharepoint, án auka kostnaðar.

  • Tek að mér framkvæmd innri úttekta á gæðakerfum, byggðum á ISO 9001. Við gerum í sameiningu áætlun um hvað eigi að taka út og setjum markmið með úttektunum.

  • Ef innleiða á staðla sem byggja á ISO 9001, s.s. upplýsingaöryggisstaðalinn (ISO 27000) eða áhættustjórnunarstaðallinn (ISO 31000) einfaldar það mjög vinnuna ef búíð er að innleiða gæðastjórnunarkerfi. Þá fer vel á því að skeyta kröfum þeirra staðla inn í fyrirliggjandi gæðastjórnunarkerfi.

  • Ferlastjórnun er önnur nálgun á gæðastjórnun sem getur hentað fyrirtækjum betur en hefðbundin gæðastjórnun. Grunnurinn er þó alltaf sá sami - að vinna að umbótum á starfseminni.

  • Ég bý yfir langri reynslu af uppbyggingu, rekstri og vottun jafnlaunakerfis í samræmi við ÍST 85:2012 jafnlaunastaðalinn. Þá hef ég yfirgripsmikla reynslu af að gera launagreiningar með Payanalytics-tólinu.

Hafa samband