Ferli verkefnastjórnunar
Verkefnið er skilgreint sem verkefnistillaga
Þegar verkefnistillaga er samþykkt er unnin nákvæm verkefnisáætlun þar sem tekið er tillit til allra þátta, kostnaðar, væntinga hagsmunaaðila, markmiða o.s.frv.
Verkefnið er hlutað niður í smærri verk, hvert með sinn ábyrgðaraðili og tímaramma.
Eigandi verkefnisins er upplýstur reglulega um ganginn skv. fyrirfram gefnu samskiptaplani.
Verkefnastjórnun - leið til umbóta
-
Mun meiri líkur er á að verkefni leysist farsællega ef fenginn er menntaður og reyndu verkefnastjóri til verksins. Með meistaragráðu í verkefnastjórnun hef ég á valdi mínu alla þætti verkefnastjórnunar, frá hugmynd að fullkláruðu verkefni og stýri öllum verkefnum í samræmi við aðferðafræðina og með þeim þunga sem hæfir hverju verkefni.
-
Góð umbótaverkefni eiga það til að renna út í sandinn ef stjórnunin er ófagleg. Lausnin felst í að fá verkefnastjóra með þekkingu og reynslu til verksins.
-
Verkefnastjórnun er samofin breytingastjórnun. Ef vilji er til að gera breytingar er leiðin til árangurs sú að samtvinna aðferðafræði verkefnastjórnunar og breytingastjórnunar. Það er leiðarljós mitt í allri verkefnavinnu.